Netflix þættirnir „Stranger Things“ fóru sem stormsveipur um heimsbyggðina i í fyrra enda rosalega góðir þættir. Heillandi saga, frábærar persónur, óviðjafnaleg spenna og nógu mikil hrollvekja til að láta hárin rísa. Biðin eftir næstu þáttaröð virðist endalaus en Netflix staðfesti að önnur þáttaröð myndi koma í ágúst í fyrra. Í febrúar var fyrsta stiklan sýnd í auglýsingahléinu á meðan Super Bowl keppninni stóð.
Nú hefur útgáfudagurinn loksins verið staðfestur og kemur hún fyrr en margir áttu von á. Önnur þáttaröðin kemur út á Netflix 27. október 2017 og mun innihalda níu þætti. Einnig er komin lýsing fyrir þáttaröðina:
„Það er 1984 og íbúar Hawkins, Indiana eru enn að kljást við hryllinginn sem fylgdi demagorgon og leyndarmál Hawkins Lab. Það er búið að bjarga Will Byers frá „the Upside Down“ en stærri og illsvitandi tilvera ógnar enn þeim sem lifðu af.“
Some doors can’t be closed. #StrangerThings2 arrives on October 27. pic.twitter.com/NALL5HQalg
— Stranger Things (@Stranger_Things) July 11, 2017