fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg í ruglinu við Hagatorg -„Þetta hlýtur að vera einstakt á heimsvísu – ekki eins og það vanti pláss þarna“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 09:17

Frá Hagatorgi - Sjá má strætóskýlið neðst til vinstri. Mynd/Borgarblöð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strætóskýli hefur verið sett upp við Hagatorg gegnt Háskólabíói. Þurfa því strætisvagnar að stoppa á akstursleið sinni fyrir farþega, en ekkert útskot er fyrir vagnana til að stoppa. Af því leiðir að allir bílar sem eru í humátt á eftir strætó, þurfa að stoppa líka. Morgunblaðið greinir frá.

Samkvæmt lögum er hinsvegar óheimilt að stöðva ökutæki í hringtorgi og eru því strætisvagnar sem stoppa við skýlið að brjóta umferðalög í hvert skipti sem þeir stoppa þar fyrir farþegum.

Lögreglan hissa

Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort til standi að færa strætóskýlið sökum þessa, segir að ekki sé um hefðbundið hringtorg að ræða og borgin sé í samráði við lögreglu að skoða hvaða breytingar þurfi að gera á umferðarmerkingum til að staðfesta það.

Þá er einnig nefnt að skýlið sé „staðsett með nýja gönguþverun, öryggi óvarinna vegfarenda og aðgengi þeirra í huga,“ samkvæmt Morgunblaðinu.

Að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hafði hann ekki heyrt af þessu:

„Ég er dálítið hissa á því að heyra þetta, en þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða. Og eftir atvikum koma þeim ábendingum til borgarinnar að framfylgja þeim reglum sem við á.“

Einstakt á heimsvísu

Samkvæmt Ólafi Kr. Guðmundssyni, sérfræðingi í umferðaröryggismálum og varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er ljóst að verið sé að brjóta lög og að borgin þurfi augljóslega að færa skýlið:

„Þeir eru að brjóta núgildandi umferðarlög með þessu, en þess utan er sú ákvörðun að láta strætó stoppa á miðju hringtorgi óskiljanleg, það er ekki eins og það vanti pláss þarna.“

Bendir Ólafur á að vel sé hægt að staðsetja skýlið við Birkimel, um 100 metra frá núverandi stað.

Hann nefnir einnig að tvær nýjar gönguþveranir hafa verið settar við hringtorgið:

„Þetta hlýtur að vera einstakt á heimsvísu – gangbraut þvert yfir hringtorg. Ég hef bara aldrei séð neitt þessu líkt.“

Hér að neðan má sjá skjáskot úr Morgunblaðinu af skýlinu og þeim gönguþverunum og þrengingum sem settar voru upp.

Strætóskýlið við Hagatorg. Skjáskot úr Morgunblaðinu – Mynd RAX
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“