fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Mbl.is birtir fréttir í verkfallinu – „Klárt verkfallsbrot að okkar mati“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. nóvember 2019 12:04

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkfall blaðamanna sem tekur til félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem starfa fyrir vefmiðlana mbl.is, visir.is og frettabladid.is hófst kl. 10 í morgun og stendur til. 14. Athygli vekur að mbl.is hefur haldið áfram að birta fréttir eftir að verkfallið hófst. Samkvæmt heimildum DV eru þar að verki blaðamenn sem eru ekki félagar í Blaðamannafélagi Íslands, meðal annars ritstjórar.

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir þetta vera verkfallsbrot:

„Þetta er bara verkfallsbrot að okkar mati. Hreint og klárt verkfallsbrot. Þetta verður kært til Félagsdóms. Mér finnst sorglegt að menn hagi sér svona og geti ekki virt löglega boðaða vinnustöðvun. Eða þá tekið málið upp við okkur. því ég hef skrifað þessum mönnum í þrígang og tilkynnt þeim okkar túlkun, þannig að það þarf ekki að koma á óvart. Það hefði verið eðlilegast að ganga frá því fyrirfram og fara yfir ágreiningsefnin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið