fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

„Leigjendur eru ekki velkomnir í stjórnir húsfélaga Félagsbústaða“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 14:35

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tillögum borgarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um að leigjendur taki sæti í stjórn húsfélags um íbúðir Félagsbústaða á Lindargötu 57-66, sem bornar voru upp í sumar, var vísað frá í morgun með þeim rökum að málið væri ekki á forræði borgarinnar. Kolbrún Baldursdóttir segir þetta koma á óvart, þar sem Félagsbústaðir séu í eigu Reykjavíkurborgar og meirihlutinn eigi þar mann í stjórn, sem vill svo til að er einnig formaður velferðarráðs:

„Þetta kom mjög á óvart þar sem formaður velferðarráðs, sem á sæti í borgarráði á einnig sæti í stjórn Félagsbústaða. Talað var um hjá meirihlutanum þegar ákveðið var að Heiða B. Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs í stjórn Félagsbústaða, tæki þar sæti, að þá ætti að myndast betri tenging milli borgarinnar og Félagsbústaða, sem eru alfarið í eigu borgarinnar. Það hefur aldeilis ekki gerst. Og ég hlýt því að spyrja hvað hún sé að gera í stjórninni ef hún getur ekki komið þessu á. Þannig að leigjendur eru ekki velkomnir í stjórnir húsfélaga Félagsbústaða virðist vera,“

segir Kolbrún.

Hvorki kjarkur né þor

Í bókun hennar frá í morgun segir að allt sé málið sérkennilegt:

„Tillögunni hefur verið vísað frá og sagt að þetta sé ekkert á forræði borgarinnar. Borgarmeirihlutinn hefur hvorki kjark né þor til að bera tillöguna upp til atkvæða. Allt er þetta sérkennilegt þar sem formaður velferðarráðs, sem sæti á í  borgarráði á einnig sæti í stjórn Félagsbústaða svo hæg ættu nú heimatökin að vera.“

Þar kemur einnig fram að Félagsbústaðir hafi ekki viljað svara tillögu Kolbrúnar:

„Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til að fulltrúi leigjenda taki sæti í stjórn húsfélagsins á Lindargötu 57-66. Borist hefur umsögn frá Félagsbústöðum. Í svari segir að rétt sé að beina tillögunni til stjórnar húsfélagsins á Lindargötu. Þetta svar kemur reyndar einnig  á óvart þar sem á fundi síðasta húsfélags stýrði framkvæmdarstjóri Félagsbústaðar fundi sem borgarfulltrúa finnst að hljóti að vera merki um hvar valdið liggur.  Minna skal á að Félagsbústaðir eru í eigu borgarinnar.“

Skjóti skökku við

Þá kemur einnig fram að alls 81 íbúð húsfélagsins við Lindargötu er í eigu Félagsbústaða og 13 séu í einkaeigu. Hinsvegar eigi hvorki leigjendur Félagsbústaða né fulltrúi íbúðanna 13 sem eru í einkaeigu, fulltrúa í stjórn húsfélagsins:

 „Það væri eðlilegur ferill og sanngirnismál að Félagsbústaðir tryggi fulltrúa leigjenda 81 íbúðar Félagsbústaða setu í stjórn. Það ætti að vera metnaður að sýna leigjendum Félagsbústaða þá virðingu að bjóða þeim sæti í stjórnum húsfélaga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn