fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Akureyringar fá tvær heilsugæslur

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að við endurnýjun húsnæðis fyrir heilsugæsluþjónustu á Akureyri verði gert ráð fyrir tveimur starfsstöðvum heilsugæslu í bænum. Miðað er við að auglýsa eftir húsnæði fyrir stöðvarnar í byrjun  næsta árs. Ákvörðun ráðherra er í samræmi við vilja stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og tillögu ráðgjafafyrirtækis sem vann skýrslu um húsnæði heilsugæslunnar á Akureyri fyrir stofnunina í lok síðasta árs, segir í tilkynningu.

Heilsugæslan á Akureyri er rekin í gömlu húsnæði í Hafnarstræti sem þykir ófullnægjandi og ekki standast nútímakröfur, hvorki varðandi aðgengi né aðbúnað starfsfólks eða notenda þjónustunnar. Um 20.600 manns eru skráðir á stöðina og eru það umtalsvert fleiri einstaklingar en að jafnaði eru skráðir við heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ákvörðun í þessu máli liggi fyrir þannig að unnt sé að hefjast handa við öflun húsnæðis. „Það er löngu tímabært að færa heilsugæsluþjónustuna á Akureyri í fullnægjandi húsnæði. Stjórnvöld leggja áherslu á að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu þar sem aðgengi er gott og þjónustan þverfagleg. Aðlaðandi starfsumhverfi sem mætir vel þörfum starfsfólks og notenda skiptir máli í því samhengi“ segir Svandís Svavarsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli