fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Kynning

Crystal Nails er loksins komið til Íslands!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 8. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sylvía kynntist Crystal Nails-vörunum á ferðalagi í Búdapest og féll undir eins fyrir þessum frábæru naglavörum. „Ég fann strax að þetta væri gæðamerki og sá fyrir mér að það yrði flott viðbót í naglaflóruna hér heima.“

Vörumerkið varð til fyrir fimmtán árum þegar framleiðslufyrirtæki á naglavörum í Bandaríkjunum og Ungverjalandi sameinuðu krafta sína undir nafninu Crystal Nails. „Crystal Nails-vörurar eru afar vinsælar hjá naglasnyrtifræðingum víðs vegar um heim og eru seldar í um þrjátíu löndum. Að auki er er Crystal Nails með yfir 70% markaðshlutdeild á naglavörumarkaðnum í Ungverjalandi,“ segir Sylvía Daníelsdóttir, einkaumboðshafi Crystal Nails á Íslandi.

Aukin eftirspurn eftir góðum naglavörum

Það er nú ár síðan Sylvía byrjaði að selja Crystal Nails-vörurnar hér á landi. „Vinsældir Crystal Nails-varanna fara sívaxandi enda eru þetta hágæða vörur á frábæru verði. Auk þess er Crystal Nails löngu búið að festa sig í sessi innan keppnisheimsins, en Crystal Nails-naglafræðingar hafa unnið 200 keppnir um heim allan með því að nota eingöngu Crystal Nails-vörur.

Helstu viðskipavinir mínir eru naglafræðingar sem starfa á hinum ýmsu snyrtistofum landsins. Einnig er töluvert um að fólk sé að kaupa vörur til einkanota enda framleiðir Crystal Nails frábært CrystalLac gellakk í öllum regnbogans litum og áferð sem virkar með gelljósalömpum. Þetta er hágæða gellakk er sterkbyggt og auðvelt í notkun.“

Stöðug vöruþróun

Úrvalið í vefversluninni kemur skemmtilega á óvart. Crystal Nails framleiðir hágæðaefni fyrir hvort tveggja gel- og akrýlneglur. Einnig framleiðir Crystal Nails fjöldann allan af vörum til þess að undirbúa neglur fyrir frekari naglavinnu; tæki og tól eins og pensla, þjalir og ýmiss konar annan búnað fyrir naglasnyrtingu. Þá er frábært vöruúrval af naglaskrauti svo sem skrautsteinum, króm-pigmentum, glimmeri, micro-perlum og mörgu fleiru sem gerir fallegar neglur að algjöru listaverki. „Það koma nýjar vörulínur frá Crystal Nails um það bil þrisvar á ári, en efnafræðingarnir hjá Crystal Nails eru afar duglegir í vöruþróun. Allar nýjar vörur eru þrautprófaðar hjá naglafræðingum sem gefa svo sitt álit áður en þær eru settar á markað.“

Crystal Nails-vörurnar fást í vefversluninni crystalnails.is

Vefpóstur: crystalnails@crystalnails.is

Fylgstu með á Facebook: Crystal Nails Iceland

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri