fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Eyjan

Magnús Geir verður nýr þjóðleikhússtjóri

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 1. nóvember 2019 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson í starf þjóðleikhússtjóra. Skipanin gildir í fimm ár, frá og með 1. janúar 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Magnús Geir stundaði leikstjórnarnám við Bristol Old Vic Theater School (1994) og lauk M.A. gráðu í leikhúsfræðum frá University of Wales (2003). Magnús Geir hefur jafnframt lokið MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík (2005). Hann hefur langa og víðtæka stjórnunarreynslu og áratuga reynslu af leikhússtörfum. Áður en hann tók við starfi útvarpsstjóra RÚV fyrir tæpum sex árum var hann leikhússtjóri Borgarleikhússins og þar áður var hann leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Jafnframt hefur Magnús Geir mikla leikstjórnarreynslu.

Sjö umsóknir bárust um embætti þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð veitti umsögn, í samræmi við ákvæði leiklistarlaga, og skipaði ráðherra í kjölfarið hæfnisnefnd til að meta hæfi umsækjenda nánar. Nefndin framkvæmdi mat á umsækjendum á grundvelli umsóknargagna og viðtala og skilaði niðurstöðu til ráðherra þar sem fjórir umsækjendur voru metnir hæfastir.

Ráðherra boðaði þá í viðtal í kjölfarið þar sem áhersla var lögð á stjórnunar- og leiðtogahæfileika til viðbótar og stuðnings við það mat sem þegar hafði farið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sægreifarnir læsa klónum í Sýn – væla svo út af fjölmiðlastyrknum

Orðið á götunni: Sægreifarnir læsa klónum í Sýn – væla svo út af fjölmiðlastyrknum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera