fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Phil Collins fluttur á sjúkrahús

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. júní 2017 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tónlistarmaðurinn Phil Collins var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa dottið illa í hótelherbergi sínu í nótt.

Collins, sem er 66 ára, kom fram á tónleikum í Royal Albert Hall í gærkvöldi og stóð til að hann kæmi einnig fram á tónleikum í kvöld og annað kvöld. Þeim hefur hins vegar verið frestað um óákveðinn tíma.

Að sögn breskra fjölmiðla var Collins á leið á salernið þegar hann datt og hlaut höfuðáverka. Í yfirlýsingu sem birtist á opinberri Facebook-síðu hans kom fram að Collins væri viðkvæmur í fótum vegna aðgerðar á baki sem hann gekkst undir fyrir nokkru. Hann ætti það til að missa mátt í fótum og það hafi gerst í nótt með fyrrgreindum afleiðingum.

Collins var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem nokkur spor voru saumuð í höfuð hans. Collins mun vera á batavegi eftir slysið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði