fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Eyjan

Ljóstrar upp gríðarlegum kostnaði við tölvukerfi ríkisins -„Þetta eru rosalegar fjárhæðir“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. október 2019 08:58

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhags- og mannauðtölvukerfi ríkisins heitir Orri. Í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um kostnað við kerfið, kemur í ljós að frá árinu 2009 -2018 nam kostnaðurinn um 2.5 milljörðum króna. Fréttablaðið greinir frá.

Kerfið var þróað af Oracle og Advania, og var þróunarkostnaður fyrirtækisins við kerfið 1.5 milljarður milli áranna 2001 og 2005.

Samanlagður kostnaður við kerfið er því minnst fjórir milljarðar króna.

Viðhaldskostnaður er einnig þó nokkur. Árið 2018 var hann 275 milljónir. Rekstrarkostnaður var alls 396.5 milljónir, þar af kostaði ný útgáfa hugbúnaðar 163.6 milljónir.

Vel hægt að spara

Björn Leví segir við Fréttablaðið að vel sé hægt að spara stórar fjárhæðir við kerfið:

„Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild sem héldi eignarhaldi á hugbúnaðinum í opinberri eigu.“

Hann segir óábyrgt að ríkið eyði svo háum fjáhæðum í hugbúnað án þess að eiga leyfið. Spara megi með að bjóða þróunarvinnu út.

Tæknistjóri ríkisins

Píratar hafa síðan 2017 lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun embættis tæknistjóra ríkisins. Embættið myndi hafa yfirumsjón með tæknilegum innviðum Stjórnarráðsins, samþættingu vefkerfa og forritunarviðmóta og stöðlun þróunarferla og gæðastýringar við hugbúnaðargerð, hafi utanumhald um opin gögn, annist ráðgjöf um upplýsingaöryggismál og hafi umsjón með útboðum sem snúa að hugbúnaðarþróun og öðru sem snýr að því að tryggja gæði rafrænnar þjónustu hins opinbera gagnvart almenningi.

Píratar telja að með samstilltum aðgerðum væri hægt að leysa málið og búa til umhverfi þar sem stærðarhagkvæmni náist og sparnaður:

„Tækniþekking innan stofnunarinnar gerði að verkum að hægt væri að gera nákvæmari og betri samninga við verktaka, betra aðhald væri tryggt í samskiptum við verktaka og hægt væri að leysa tæknileg ágreiningsatriði hraðar og í meiri sátt. Slík stofnun sæi ekki endilega um hugbúnaðarþróunina sem slíka enda væri hægt ýmist að bjóða hana út eða vinna hana innan húss hjá viðkomandi stofnun eftir atvikum,“

segir í greinagerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“