fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Tónlistarmaður gómaður með hálft tonn af kókaíni

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Ástralíu hefur sakfellt tónlistarmanninn Craig Lembke í einu umfangsmesta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í landinu. Lembke var gómaður síðla árs 2017 með rúmlega 500 kíló af kókaíni sem falin voru í báti sem Lembke sigldi frá Taítí til Ástralíu.

Dómstóllinn taldi sannað að Lembke hafi átt að fá í sinn hlut fyrir smyglið upphæð sem nemur rúmum 40 milljónum króna á núverandi gengi. Söluverðmæti efnanna hefði numið mörgum milljörðum króna ef þau hefðu ratað á götur Ástralíu.

Lembke neitaði sök í málinu og sagðist ekki hafa haft hugmynd um að efnin væru falin um borð í bátnum. Dómstóll taldi skýringar hans ótrúverðugar. Lembke þessi var nokkuð vinsæll saxófónleikari og þá var hann í sambandi með þekktri ástralskri sjónvarpskonu, Susie Elelman, áður en hann var handtekinn.

Dómur í málinu verður kveðinn upp 16. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin