fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

5 þekktir sem eru ekki með bílpróf

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. október 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Hildur Knútsdóttir tískubloggari hefur sagt að fólk mikli bíllausan lífsstíl fullmikið fyrir sér en hún hefur aldrei tekið prófið. Hún hefur opinberlega sagt að það sé minna mál en ætla mætti, sérstaklega með tvö börn. Hún kann ákaflega vel við að sitja í strætó og hlusta á hlaðvörp í stað þess að hugsa um að sitja föst í umferð.

 

 

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og þingmaður, er mikil landsbyggðarkona og dugnaðarforkur. Það fylgir starfinu að ferðast töluvert á milli staða en þar notast hún við aðstoð bílstjóra. Inga er, að eigin sögn, ekki með ökuréttindi vegna þess að hún er sjónskert.

 

Vignir Rafn Valþórsson leikari tilheyrir ágætri stétt fagfólks á leikarasviði sem sér litla þörf fyrir ökuskírteini. Mýtan segir að leiklistarfólkið á höfuðborgarsvæðinu haldi sig hvort sem er í miðbænum þar sem allt er í góðu göngufæri.

 

Hugleikur Dagsson listamaður tilheyrir bíllausa hópnum. Uppistandarinn Snjólaug Lúðvíksdóttir skaut fast á grínarann í afmælisveislu hans. „Hann er ekki með bílpróf af því að það er bannað að keyra bólufreðinn,“ sagði hún og uppskar mikinn hlátur.

 

Hlynur Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, hefur aldrei tekið bílpróf og herma sögur að hann kunni prýðilega við þá ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 4 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson