fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. október 2019 09:02

Atli Rafn. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd til þess að fá úrskurði hennar frá því í október 2018 hnekkt, þess efnis að nöfn þeirra starfsmanna Borgarleikhússins sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni verði gefin upp. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Atla Rafni var sagt mjög skyndilega upp störfum hjá Borgarleikhúsinu vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Hann fékk ekki að vita efni ásakananna né nöfn þeirra ásökuðu hann þar sem Borgarleikhússtjóri sagðist bundinn trúnaði um þau mál. Hefur Atli Rafn stefnt Borgarleikhúsinu og fer fram á 13 milljónir króna í bætur vegna uppsagnarinnar.

Atli Rafn leitaði til Persónuverndar um að stofnunin úrskurðaði að hann fengi þessar upplýsingar. Úrskurður Persónuverndar var hins var sá að starfsmennirnir skyldu áfram njóta trúnaðar. Hefur Atli Rafn nú stefnt Persónuvernd fyrir héraðsdóm og krefst þess að úrskurðurinn verði felldur úr gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“