fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Bjórrisar slást um leynilega uppskrift að vinsælum bjór

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 07:00

Bud light

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö brugghús slást nú af miklum móð um leynilega bjóruppskrift sem annað brugghúsið sakar hitt um að hafa stolið. Þetta hljómar kannski eins og söguþráður í nýrri þáttaröð hjá Netflix en svo er nú aldeilis ekki, hér er um raunverulegar deilur að ræða.

Það eru brugghúsin Anheuser-Busch InBev og Miller Coors sem deila um uppskriftina. Nöfnin á brugghúsunum segja sumum kannski ekki mikið og því er rétt að taka fram að Anheuser-Busch InBev framleiðir meðal annars Budweiser og Bud Light. Miller Coors framleiðir meðal annars Sol, Lech og Coors. Það er Anheuser-Busch InBev sem sakar Miller Coors um að hafa stolið uppskriftinni að Bud Light sem er vinsælasti bjórinn frá Anheuser-Busch InBev.

Að vonum telur Anheuser-Busch InBev að uppskriftin að Bud Light sé viðskiptaleyndarmál sem enginn má komast yfir.

En til að átta okkur betur á öllu þessu drama þarf að fara nokkra mánuði til baka. Í maí höfðaði Miller Coors mál gegn Anheuser Busch InBev vegna auglýsingar sem síðarnefnda brugghúsið birti í tengslum við Ofurskálina. Í auglýsingunni var Miller Coors sakað um að setja maíssíróp í tvær tegundir létt bjórs. Í september kvað dómari upp þann úrskurð að Anheuser-Busch InBev megi ekki lengur nota orðin „no corn syrup“ á umbúðum Bud Light. Þessum úrskurði hefur verið áfrýjað.

Nú er málið komið á það stig að fyrrum starfsmaður Anheuser-Busch InBev er sakaður um að hafa stolið hinni leynilegu uppskrift að Bud Light og að hafa sent hana til keppinautanna hjá Miller Coors. Fyrir dómi hafa talsmenn Anheuser-Busch InBev sagt að uppskriftirnar innihaldi nákvæmar lýsingar á þeirri blöndu sem er notuð í bjórinn, magni og öðru. Uppskriftirnar eru sagðar mjög verðmætar fyrir keppinaut á borð við Miller Coors.

Talsmenn Miller Coors hafa svarað ásökununum og segja að fyrirtækið virði leynilegar upplýsingar og taki ásakanir af þessu tagi alvarlega, eitthvað sem Anheuser-Busch InBev geri ekki.

„Ef innihaldið er svo leynilegt, af hverju hefur fyrirtækið þá eytt milljónum dollara í að segja heimsbyggðinni hvað Bud Light inniheldur?“

Spurði Adam Collins, talsmaður Miller Coors, kaldhæðinn og vísaði þarna til þess að Anheuser-Busch skrifaði áður á umbúðir Bud Light að bjórinn innihaldi ekki maíssíróp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi