fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Slagsmálahundur á tjaldstæði sneri aftur bandbrjálaður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 11. júní 2017 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seint í gærkvöld slógust tveir menn á tjaldstæði í Reykjavík. Lögregla kom á vettvang og rak þá burtu en handtók ekki. Skömmu síðar var tilkynnt um að annar maðurinn væri kominn aftur á tjaldstæðið og væri að hóta starfsmönnum og gestum. Hann var þá handtekinn og fluttur í fangageymslu lögreglu.

Rétt um miðnætti var keyrt aftan á bíl á gatnamótum Miklubrautur og Grensásvegar og stakk ökumaðurinn af. Tveir úr bílnum sem ekið var á voru fluttir á slysadeild með sjúkrabíl til skoðunar. Bíllinn sem olli tjóninu fannst skömmu síðar mannlaus. Stuttu síðar var ökumaðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöðina Hverfisgötu. Að lokinni blóðtöku var hann vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.

Korter fyrir þrjú í nótt var maður sleginn í andlitið á skemmtistað í miðbænum. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Vitað er um árásarmanninn en áverkinn reyndist minniháttar.

Laust fyrir klukkan fjögur í nótt fékk maður glas í andlitið á skemmtistað í miðbænum. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en ekki er vitað um geranda.

Töluverður erill var hjá lögreglunni í nótt og til dæmis voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var bíl stolið í Grafarholti snemma í morgun, vitað er um hver þjófurinn er og leitaði lögregla hans síðar þegar vitað var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu
Fréttir
Í gær

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Í gær

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi