fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Tveggja ára drengur skotinn í Baltimore – Reiði í umferðinni talin ástæða árásarinnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. október 2019 20:30

Javon Johnson. Mynd:Baltimore Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem óánægja Javon Johnson með hegðun annars ökumanns í umferðinni hafi orðið til þess að hann dró upp byssu og skaut á bíl sem tveggja ára drengur var farþegi í. Þetta átti sér stað í Baltimore í Bandaríkjunum nýlega.

Árásarmaðurinn, Javon Johnson, var handtekinn tveimur dögum eftir að þetta gerðist og situr nú í gæsluvarðhaldi. Johnson er sakaður um morðtilraun, líkamsárás og brot á vopnalögum. Talsmaður lögreglunnar sagði að Johnson hafi ekið upp að hlið bílsins, sem drengurinn var í, og skotið á hann. Skömmu áður hafði ökumaður þess bíls flautað á Johnson þegar hann hreyfði bifreið sína ekki úr stað á gatnamótum þrátt fyrir að grænt ljós hafi logað.

Læknar segja ástand drengsins stöðugt og reiknað sé með að hann lifi árásina af.

Michael Harrison, talsmaður lögreglunnar, sagði á fréttamannafundi að árásin væri bein afleiðing af afstöðu íbúa borgarinnar til skotvopna.

„Ákvörðunin um að nota skammbyssu er ekki tekin þegar þú hleypir skoti af. Hún er tekin þegar þú tekur hana með að heiman. Þá hefur þú ákveðið að ef þú hafir þörf fyrir hana munir þú nota hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi