fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Þetta nístir í hjartastað – 5 ára heimilislaus drengur borðar hjá hjálparsamtökum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. október 2019 07:02

Þetta er átakanleg sjón. Mynd:Facebook/Feed Our Homeless

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndirnar sem fylgja þessari frétt eru teknar af sjálfboðaliðum hjá mannúðarsamtökunum Feed Our Homeless í Dublin á Írlandi. Þær sýna 5 ára dreng sem er heimilislaus og verður að treysta á matargjafir samtaka á borð við Feed Our Homeless til að fá mat og drykk.

Myndirnar hafa vakið mikla athygli víða um heim og hafa skapað umræðu um fátækt og þann mikla fjölda fólks sem er heimilislaus á Írlandi. Í færslu samtakanna á Facebook er drengurinn nefndur Sam. Segir að hann hafi komið til samtakanna ásamt móður sinni til að fá mat skömmu eftir að skóladegi hans lauk. Hann sé því miður ekki eina barnið sem hafi þurft á aðstoð samtakanna að halda.

Drengurinn nær sér í mat. Mynd: Facebook/Feed Our Homeless

Mæðginunum hefur nú verið útvegað húsaskjól í Dublin en engin eldunaraðstaða er í húsinu. Feed Our Home segja að ástandið í húsnæðismálum borgarinnar sé til háborinnar skammar og hvetja ráðherra húsnæðismála til að segja af sér.

Í nýrri skýrslu kemur fram að rúmlega sex þúsund fullorðnir og tæplega þrjú þúsund börn séu heimilislaus í Dublin og búi á götunni eða hafi verið útvegað húsaskjól til bráðabirgða.

Mynd:Facebook/Feed Our Homeless
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld