fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Átakanleg saga sonar Michael Douglas: Sprautaði sig með kókaíni þrisvar á klukkutíma

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 18. október 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cameron Douglas, sonur leikarans Michael Douglas, byrjaði að nota fíkniefni sem unglingur, reykti gras og drakk áfengi í miklu magni. Á þrítugsaldri seldi hann metamfetamín til að fjármagna eigin neyslu og gekk um með byssu.

Hann var 13 ára þegar hann byrjaði að nota fíkniefni, þegar hann var 25 ára þá sprautaði hann sig þrisvar sinnum á klukkutíma með kókaíni. Hann hefur setið í sjö ár í fangelsi.

Í dag er hann fertugur og hefur hann snúið lífi sínu við. Hann er edrú, faðir og vill hjálpa öðrum fíklum.

Cameron og faðir hans tala opinberlega um átakanlega sögu hans.

„Ég hataði að sjá eyðilegginguna í lífi mínu vegna fíkniefna, en ég bara gat ekki hætt,“ sagði Cameron við People.

Fjölskyldan.

Foreldrar Cameron, Michael og Diandra, reyndu eins og þau gátu að hjálpa syni sínum að komast á rétta braut.

„Það voru augnablik þar sem öll von var úti,“ segir Michael. „Lífið var bara krísa eftir krísu. Ég hélt að ég myndi missa hann.“

Cameron var vanur að sprauta sig með kókaíni og fékk í kjölfarið flogaköst. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir fíkniefnasölu og sat inni í 7 ár.

Í dag eyðir hann tíma sínum með dóttir sinni sem er 2 ára gömul, sem hann á með kærustu sinni Viviane Thiebes.

Cameron vill hjálpa öðrum fíklum „að leita sér hjálpar, kannski bjarga lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.