fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Myndbandið sem hefur vakið mikla reiði: „Ýttu honum niður, ýttu honum bara niður“

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir harkalega meðferð lögreglumanna á ungum manni hefur vakið talsverða reiði í Bandaríkjunum. Á myndbandinu sést þegar lögreglumaður ýtir unga manninum fram af þaki húss með þeim afleiðingum að hann skellur nokkuð harkalega í jörðina.

Forsaga málsins er sú að pilturinn, hinn 18 ára gamli Yadiel Torres, var grunaður um þjófnað á bifreið kærustu sinnar. Bifreiðin fannst fyrir utan hús í Kissimmee í Flórída nokkru síðar.

Þegar lögreglumenn ætluðu að ræða við Torres og handtaka vegna gruns um þjófnað hljóp hann í burtu, inn í umrætt hús áður en hann fór út um glugga. Lögreglumaður elti hann og var Torres fljótlega umkringdur og átti sér enga undankomuleið.

Lögreglumaður á jörðu niðri heyrist segja: „Ýttu honum niður, ýttu honum bara niður“. Torres býðst til að fara sömu leið til baka, niður stigann, en þá grípur lögreglumaðurinn á þakinu til þess ráðs að ýta honum niður.

Atvikið átti sér stað í mars síðastliðinum en myndbandið var birt opinberlega nýlega eftir að rannsókn á hörku lögreglu hófst. Nú hefur nefnd innan lögreglunnar komist að þeirri niðurstöðu að lögreglumennirnir tveir hafi haft að engu reglur um handtökur meintra brotamanna og beitt óþarflega mikilli hörku.

Í 40 blaðsíðna skýrslu lögreglu um málið kemur fram að Torres hafi ekki slasast í fallinu sem var tæpir þrír metrar. Ljóst má þó vera að hann hefði getað slasast illa.

Lögreglumaðurinn sem ýtti Torres fékk viðvörun vegna málsins en lögreglumaðurinn sem hvatti til þess að Torres yrði ýtt var sagt upp störfum. Sá var með fjórtán ára reynslu sem lögreglumaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því