fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Myndin sem nístir í hjartastað – Litli drengurinn borðar kvöldmatinn af pappaspjaldi úti á götu

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd sem sýnir fimm ára dreng borða kvöldmatinn sinn af pappaspjaldi úti á götu hefur vakið mikla athygli. Um er að ræða fimm ára dreng en myndin var tekin í Dublin á Írlandi.

Það voru samtökin The Homeless Street Cafe sem birtu myndina, en samtökin aðstoða heimilislausa í borginni. Einu sinni í viku ganga fulltrúar kaffihússins um götur miðborgarinnar og bjóða bágstöddum mat, hreinlætisvörur og hlýjan fatnað.

Umræddur fimm ára drengur var í hópi þeirra sem hópurinn hitti í vikunni en á Facebook-síðu samtakanna kom fram að þau teldu sig knúin til að birta myndina til að varpa ljósi á stöðu þeirra sem búa á götunni.

Myndinni hefur verið deilt mörg þúsund sinnum og fjölmargir hafa tjáð sig undir henni, meðal annars foreldrar sem eiga börn á svipuðum aldri og pilturinn á umræddri mynd.

Samtökin sögðu að pilturinn væri á hrakhólum ásamt móður sinni, en þau hefðu þó sem betur fer fengið tímabundið gistirými þar sem þó er engin eldunaraðstaða.

Samkvæmt tölum sem írskir fjölmiðlar vitna til voru um tólf þúsund einstaklingar, þar af 3.800 börn, heimilislausi í Írlandi í ágústmánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri