fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Eigandi Domino‘s á Íslandi hyggst selja reksturinn hér á landi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. október 2019 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Domino‘s Pizza Group, eigandi Domino‘s á Íslandi, hefur í hyggju að selja reksturinn hér á landi frá sér. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins sem vitnar í ársfjórðungsuppgjör Dominos Pizza Group.

Í fréttinni kemur fram að svokölluð „like-for-like“ sala hafi dregist saman um 8,2 prósent á Íslandi og sala um 1 prósent. Eru ástæðurnar fyrir þessu sagðar vera veikur markaður og samdráttur í ferðaþjónustu.

Domino‘s Pizza Group hefur sérleyfisrétt á rekstri Domino‘s í mörgum löndum; Bretlandi, Írlandi, Sviss og Liectenstein svo dæmi séu tekin og ráðandi hlut á Íslandi, í Noregi og Sviss.

David Wild, forstjóri félagsins, segir að þó að markaðirnir séu áhugaverðir sé Domino‘s Pizza Group mögulega ekki besti eigandi þeirra. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að félagið hafi einnig í hyggju að selja hlut sinn á hinum Norðurlöndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“