fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Tyrkneska landsliðið heilsar aftur að hermannasið – nú í París

Egill Helgason
Mánudaginn 14. október 2019 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum sagt að ekki megi blanda saman pólitík og íþróttum – en það er oft fyrirsláttur. Íþróttir eru oft rammpólitískar, ekki síst þegar þær eru notaðar í þágu einræðissinnaðra stjórnmálamanna og ríkja með árásarhneigð.

Landslið Tyrklands í fótbolta vakti hneykslun fyrir fáum dögum þegar liðsmenn heilsuðu að hermannasið eftir að hafa skorað mark gegn Albaníu.

Í kvöld endurtóku liðsmenns svo þetta athæfi á Stade de France í París eftir að hafa náð að skora mark gegn Frakklandi.

Með þessum hætti tengja leikmennirnir sig beint við innrás tyrkneska hersins á svæði Kúrda í Sýrlandi og hernaðar- og einræðishyggjuna sem gegnsýrir stjórnarhætti Erdogans forseta.

Það er vægast sagt ógeðfellt. Heimskulegt. Asnalegt.

Sums staðar er hvatt til þess að Tyrkjum verði vísað úr Evrópukeppninni vegna þessa. Fremur ólíklegt er að það gerist. Serbar voru reknir úr keppni 1992 og Danir komu í staðinn – unnu þá keppnina.

Tyrkirnir eru aðalkeppinautar okkar Íslendinga um sæti í úrslitum Evrópumótsins. Það bendir allt til þess að þeir muni hafa betur. Eins leiðinlegt og það er – ekki síst ef tekið er mið af hugarfari leikmannanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur