Roberto Carlos, goðsögn Real Madrid, hefur tjáð sig um tíma sinn hjá félaginu og vinskap hans og Ronaldo.
Ronaldo og Carlos voru miklir félagar en þeir léku saman með Real og brasilíska landsliðinu.
Á þessum tíma var líf knattspyrnumanna öðruvísi og fengu stjörnur liðsins frelsi til að gera nánast það sem þeir vildu.
,,Ég hitti Ronaldo fyrst 1993 og alveg síðan þá deildum við herbergi,“ sagði Carlos.
,,Ég hef sofið oftar með honum en konunni minni! Ég horfi til baka og hugsa um hvernig við komumst upp með suma hluti.“
,,Eftir hvern einasta leik þá fórum við í einkaflugvél. Við hittumst á flugvellinum í Madríd, David Beckham fór einhvert, Luis Figo og Zinedine Zidane fóru annað og ég og Ronaldo við mættum á æfingu tveimur dögum seinna.“
,,Ég óskaði þess alltaf að spila á laugardögum svo ég gæti farið og horft á Formúlu 1 á sunnudag. Einkaflugvélarnar voru út um allt, það var klikkað.“