fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Hörð gagnrýni á vinsælan tölvuleik – Ósmekklegt peningaplokk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. október 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar vara fólk við farsímaútgáfunni af hinum vinsæla tölvuleik Mario Kart Tour. Hann var gefinn út 25. september og var hlaðið niður 10 milljón sinnum á fyrsta sólarhringnum eftir útgáfu. Sérfræðingar segja höfunda leiksins vera „ósmekklega“, „úr takti við raunveruleikann“ og „ótrúlega gráðuga“.

Leikurinn er sérstök farsímaútgáfa af hinum gríðarlega vinsæla leik Mario Kart sem hefur heillað fólk áratugum saman í Nintendo leikjatölvum. Nýja farsímaútgáfan hefur hlotið harða gagnrýni á þekktum leikjasíðum, til dæmis Kotaku og Polygon.

Leikurinn er ókeypis í upphafi en það er aðeins brella að sögn sérfróðra til að lokka fólk til að spila hann. Þegar það er síðan komið á kaf í leikinn þarf það að kaupa eitt og annað til að geta haldið áfram að spila.

Það hefur vakið sérstaka reiði margra að Nintendo gengur svo harkalega fram í að selja vörur sínar í leiknum. Mikið er um smákaup í leiknum, kaup sem kosta ekki mikla peninga ein og sér en þegar upp er staðið safnast þetta saman í háar fjárhæðir.

Einnig er áskrifendaþjónusta í leiknum sem neyðir spilara næstum til að skrá sig til að þeir geti fengið eitthvað almennilegt út úr leiknum. Spilarar þurfa þá að greiða fimm dollara á mánuði fyrir að fá aðgang að „ókeypis“ leiknum. Þeir fá sem sagt ekki aðgang að öllum leiknum nema þeir pungi fyrst út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn