fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Lögreglumenn hefndu sín á lögreglukonum vegna kvartana um kynferðisofbeldi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. október 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur lögreglumanna í Skotlandi er grunaður um að hafa hefnt sín á lögreglukonum sem kvörtuðu undan kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Lögreglumennirnir eru þekktir fyrir að standa saman og gengur hópur þeirra undir nafninu „the boys club“.

Nú er verið að rannsaka hegðun þeirra og framgöngu. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa læst barnshafandi lögreglukonu inni í herbergi og að hafa ekið með aðra út í skóg og skilið hana eftir þar. Það var uppljóstrari sem tilkynnti um málin til eftirlitsnefndar með störfum lögreglunnar. Rannsókn nefndarinnar hófst fyrir tíu mánuðum og stendur enn yfir.

Samkvæmt frétt STV News þurfti barnshafandi lögreglukonan að klifra út um glugga á Forres lögreglustöðinni eftir að hún var læst inni. Uppljóstrarinn sagði einnig að „the boys club“ hafi skilið aðra lögreglukonu eftir úti í skógi í hefndarskyni eftir að hún kærði fyrrum samstarfsmann sinn í lögreglunni fyrir heimilisofbeldi og kynferðisbrot.

Fram kemur að fleiri ásakanir á hendur lögreglumönnunum hafi komið fram eftir að eftirlitsnefndin hóf rannsókn sína. Þar á meðal eru þeir sakaðir um fyrirlitningu í garð samkynhneigðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni