fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Bette Midler vinnur Tony-verðlaun

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 18. júní 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tony-verðlaunin, hin virtu bandarísku leiklistarverðlaun, voru nýlega veitt. Bette Midler vann til þeirra sem besta leikkona í söngleik fyrir frammistöðu sína í Hello Dolly. Í þakkarræðu sinni sagði hún: „Ég vil þakka öllum þeim sem kusu mig, ég hef reyndar farið á stefnumót með fjölmörgum þeirra.“ Mótleikari hennar, Gavin Creel, hreppti einnig verðlaunin fyrir besta karlleik í söngleik.

Hinn stórgóði Kevin Kline var valinn besti leikarinn fyrir leik sinn í Present Laughter, leikriti Noels Cowards. Þetta eru þriðju Tony-verðlaun hans. Cynthia Nixon var valin besta leikkonan fyrir leik í The Little Foxes, margfrægu leikriti Lillian Hellman. Þetta eru önnur Tony-verðlaun hennar. Nixon er þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Sex and the City en hefur síðan þá fengið hvert stórhlutverkið á fætur öðru og yfirleitt brillerað.

Ekki kom á óvart að Oslo var valið besta leikritið en það hefur sankað að sér verðlaunum á hinum ýmsu verðlaunaathöfnum í leiklistarheiminum. Þar er fjallað um tilraunir Monu Juul og eiginmanns hennar, Terje Rød-Larsen, til að koma á samningaviðræðum milli ísraelska forsætisráðherrans, Yitzhaks Rabins, og Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna árið 1993.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni