fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

FBI staðfestir að hann sé afkastamesti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 7. október 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, segir að Samuel Little, 79 ára karlmaður, sem var handtekinn árið 2012 sé afkastemsti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. FBI sagði frá þessu á vef sínum í gær um leið og stofnunin óskaði eftir upplýsingum frá borgurum um sum morðanna.

Little hefur játað á sig 93 morð á árunum 1970 til 2005 og telja sérfræðingar FBI að þessar játningar séu ekki úr lausu lofti gripnar. Raunar séu þær trúverðugar og FBI hafi nú þegar staðfest sannleiksgildi 50 þeirra og rannsóknir fleiri mála séu á lokametrunum.

Fórnarlömb Little voru nær allt konur sem margar voru illa staddar félagslega, neyttu fíkniefna eða stunduðu vændi. Christine Palazzolo, fulltrúi FBI, segir að Samuel hafi talið að hann kæmist upp með glæpi sína því enginn myndi sakna fórnarlamba hans.

FBI hefur biðlað til almennings um aðstoð við að sannreyna nokkrar játningar Samuels og hefur stofnunin birt nánari útlistun á þeim málum á vef sínum.

Samuel var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn fyrir aðeins þrjú morð árið 2014. Við réttarhöldin neitaði hann sök en í fyrra ræddi hann við lögreglu og játaði þá á sig tugi morða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru