fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

12 ára sonur hennar slasaðist alvarlega – Sáu myndböndin á YouTube og hermdu eftir

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 7. október 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil bara að allir viti að þessar áskoranir, eða hvað þetta er sem er vinsælt á YouTube, eru ekki þess virði að hætta lífi sínu fyrir,“ segir Tabitha Cleary, móðir tólf ára drengs í Michigan í Bandaríkjunum sem slasaðist alvarlega á dögunum.

Sonur hennar, Jason, og félagar hans höfðu séð myndbönd af hættulegum leik á YouTube þar sem ungmenni hella yfir sig eldfimum vökva, bera eld að og slökkva hann svo undir vatnsbunu. Til eru nokkur dæmi um alvarleg slys þar sem börn hafa leikið þennan leik.

DV fjallaði til dæmis um eitt tilvik í desember 2015 þar sem ellefu ára drengur, Oliver Sharp, þurfti húðágræðslu eftir að hafa slasast alvarlega. Oliver kveikti í bolnum sínum og tókst að slökkva hann. Þegar hann endurtók leikinn dundi ógæfan yfir og skaðbrenndist hann, meðal annars á baki.

Sonur Tabithu og félagi hans léku sama leik á dögunum. Félagi Jason setti eldfiman naglalakkseyði á líkama Jasons og bar eld að. Það er skemmst frá því að segja að Jason hlaut annars stigs brunasár á búk og handleggjum og þurfti hann að dvelja á sjúkrahúsi í fjóra daga. Það gekk hægar að slökkva eldinn en þeir félagar töldu.

Tabitha segir við NBC að slysið hefði getað orðið miklu alvarlega. Jason þótti sleppa ágætlega þrátt fyrir 2. stigs brunasár. Þá vekur hún athygli á því að þetta hafi ekki verið í fyrsta skiptið sem þeir félagar prófuðu þetta.

Forsvarsmenn YouTube sögðu í yfirlýsingu í janúar síðastliðnum að gangskör yrði gerður að því að fjarlægja myndbönd með hættulegum áskorunum eins og þessari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós