fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Þórólfur segir óraunhæft að loka landinu: „Ég sé ekki fyrir mér að það geti gerst“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 7. október 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir talaði um möguleikann á því að Ísland yrði afgirt ef, eða þegar að heimsfaraldur breiðist út. Þetta ræddi Þórólfur er hann var gestur í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

„Heimsfaraldrarnir 1918 og 2009 byrjuðu í Ameríku, þannig að maður veit aldrei hvar þetta byrjar, en það er fylgst vel með nýjum afbrigðum af inflúensu, hversu skæð hún er og hversu auðveldlega hún smitast.“

Þórólfur sagði að gjarnan væri komandi heimsfaraldur settur í samhengi við spænsku veikina, en Þórólfur fullyrti að í henni hefðu fleiri látist en í heimsstyrjöldunum fyrri og seinni til samans.

„Það dóu hér um 500 manns á stuttum tíma og 260 manns bara hér í Reykjavík einungis á nokkrum vikum. Þannig ef við setjum þetta í samhengi við mannfjölda þá er þetta eins og að 3600 manns myndu deyja hér í Reykjavík á fimm til sex vikum.“

Þórólfur hefur unnið að viðbragðsáætlun vegna inflúensu og talaði um markmið þessarar áætlunar.

„Það er í fyrsta lagi að tefja og hefta útbreiðsluna sjálfa og þar er einn möguleikinn að loka af og einangra bæði sýkta og landið sjálft.“

Þórólfur segir þó mikið vatn þyrfti að renna til sjávar svo að hægt væri að gyrða Ísland af.

„Ég held að það myndi aldrei takast í dag, með nútíma samgöngum, nútíma kröfum, nútíma innflutningi á matvælum, birgðum og vörum.“

„Það mun ekki ganga upp. Við þyrftum að gera það í mjög langan tíma vegna þess að svona inflúensa gengur í bylgjum í eitt, tvö ár eftir að hún byrjar. Ætlum við að loka okkur af í þrjú ár hreinlega? Ég sé ekki fyrir mér að það geti gerst.“

Að lokum var Þórólfur spurður hvort að fólk væri hrætt við inflúensu.

„Fólk vill ekki heyra eitthvað svona óþægilegt og auðvitað þarf að passa sig að vera ekki með einhvern hræðsluáróður og segja að heimurinn sé að farast. Það er ekki þannig. En það þarf samt að búa sig eins vel og hægt er undir þetta og hafa þetta í huga, geyma þetta aftarlega í huganum, en geta grafið það upp ef á þarf að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð