fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
FókusKynning

Þeir sem eru siðblindir vilja frekar svart kaffi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 23. júní 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú vilt helst af öllu drekka kaffið þitt svart eru líkur á að þú tilheyrir hópi fólks sem vill drekka eitthvað bragðmikið. Þú gætir líka tilheyrt þeim hópi fólks sem hugsar um heilsuna og sleppir þar af leiðandi mjólk,sykri eða kaffirjóma. Svo gætirðu tilheyrt enn öðrum hópi fólks, þeim sem eru siðblindir.

Þetta er samkvæmt athyglisverðum niðurstöðum sem birtust nýlega í hinu ritrýnda riti Appetite og breska blaðið Independent fjallar um. Samkvæmt niðurstöðunum er fylgni milli þeirra sem drekka svart kaffi og þeirra sem eru siðblindir eða haldnir kvalalosta.

Í rannsókninni, sem framkvæmd var af Innsbruck-háskóla í Austurríki og náði til þúsund einstaklinga, var meðal annars spurt um neyslumynstur þátttakenda auk þess sem þátttakendur voru spurðir um allt milli himins og jarðar, einkum persónuleikaeinkenni. Í stuttu máli leiddu niðurstöðurnar í ljós að þeir sem sækja í biturt bragð, til dæmis svart kaffi, séu líklegri en aðrir til að vera haldnir siðblindu eða kvalalosta.

Þó að niðurstöðurnar bendi til þess að tengsl séu þarna á milli þurfa þeir sem sækja í svart kaffi líklega ekki að hafa miklar áhyggjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.01.2025

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla
Kynning
28.12.2024

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 krónur

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 krónur
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika