fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Sex fílar drápust í „Hyldýpi helvítis“ – Reyndu að bjarga unga

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. október 2019 19:30

Dauðu fílarnir. Mynd:DNP HANDOUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku varð sá skelfilegi atburður í Khao Yai þjóðgarðinum í Taílandi að sex fílar drápust á svæði sem hefur verið nefnt „Hyldýpi helvítis“. Um fimm fullorðna fíla var að ræða sem höfðu reynt að koma þeim sjötta, unga, til bjargar.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að fílarnir hafi fundist við „Hyldýpi helvítis“ en það er foss. Einnig fundust tveir fullorðnir fílar til viðbótar sem höfðu reynt að koma hinum til bjargar. Þeir voru „strand“ nærri fossinum en þjóðgarðsstarfsmenn náðu að bjarga þeim.

Óttast er að fílarnir tveir geti átt erfitt með að lifa af. Þeir hafi verið hluti af stærri hóp og muni nú eiga erfitt með að vernda sig og finna fæðu þar sem þeir hafi misst stærsta hluta fjölskyldu sinnar.

Fílarnir tveir sem sluppu lifandi. Mynd:DNP HANDOUT
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Í gær

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana