fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Eyjan

Framsókn og Miðflokkur jafn stórir en Sjálfstæðisflokkur aldrei smærri

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. september 2019 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er yfirleitt ekki hægt að reiða sig sérlega mikið á skoðanakannanir sem eru gerðar á miðju kjörtímabili. Allt getur þokast til þegar færist nær kosningu. Við munum til dæmis þegar Píratar voru stærsti flokkurinn á Íslandi í skoðanakönnunum fyrir fjórum árum.

Það er samt athyglisvert að rýna aðeins í skoðanakönnun MMR sem birtist í dag. Helstu niðurstöðurnar eru þær að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst minni hjá þessu fyrirtæki – og að á eftir honum koma fimm stjórnmálaflokkar allir með nokkuð svipað fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn fær 18,3 prósent í könnuninni, heilum 7 prósentustigum undir kjörfylginu 2017. Það hlýtur að teljast líklegt að niðurstaða eins og þessi magni upp úlfúð innan flokksins. Það hefur gerst í pólitíkinni að Miðflokkurinn hefur tekið upp mjög afgerandi hægri stefnu – og líklegt að fylgi sé fyrst og fremst að fara frá Sjálfstæðisflokknum þangað. Miðflokkurinn er kominn upp að hægri vængnum að Sjálfstæðisflokknum.

Maður rekur svo augun í að Framsóknarflokkurinn nær að sveifla sér upp, er í 11,8 prósentum sem er allmikið meira en hann hefur fengið í könnunum undanfarið. Miðflokkurinn er á svipuðu róli með 12 prósent. Miðflokkurinn hefur verið mjög erfiður ljár í þúfu fyrir Framsókn, en það gæti horft öðruvísi við ef Miðflokkurinn segir alveg skilið við þann þráð félagshyggju sem er þó alltaf í Framsókn.

Vinstri græn bæta líka við sig og eru með 12,8 prósent. Það er alveg viðunnandi á miðju kjörtímabili.

Svo eru það flokkarnir í kringum miðjuna, Samfylkingin sem er stærst með 14,8, Píratar með 12,4 prósent og Viðreisn með 10,2 prósent. Fylgið virðist vera á nokkurri hreyfingu milli þessara flokka en milli þeirra er talsverð samstaða í þinginu. Enginn þeirra nær þó að taka afgerandi forskot á hina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi