fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Ráðist á unglinga í Kópavogi: Hafnaboltakylfur, hnífar og hnúajárn á lofti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2019 08:26

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að ráðist hefði verið á unglinga við Salaskóla í Kópavogi í gærkvöldi. Að sögn tilkynnanda voru hafnaboltakylfur, hnífar og hnúajárn á lofti. Í tilkynningu kemur fram að málið sé í rannsókn en engar frekari upplýsingar eru gefnar upp í skeyti sem lögregla sendi frá sér.

Lögreglu barst einnig tilkynning um að fólk hefði ráðist að húsi í Kópavogi í gærkvöldi. Lögregla var send á staðinn en ekki kemur fram hvort einhver hafi verið handtekinn eða hvort einhverjar skemmdir hafi verið unnar á húsinu. Lögregla handtók svo einstaklinga fyrir þjófnað í verslun á Nýbýlavegi.

Bifhjólamaður var staðinn að ofsaakstri í Ártúnsbrekku á ellefta tímanum í gærkvöldi, en hjól mannsins mældist á 140 kílómetra hraða. Hámarkshraði þarna er 80 kílómetrar á klukkustund.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“