fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Hildur hjólar í BA-ritgerð Marínar Möndu – „Er hægt að útskrifast úr öllum íslenskum háskólum með svona vinnubrögðum?“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. september 2019 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttukonan fræga og feministinn Hildur Lilliendahl spyr á Twitter hvort það sé eðlilegt að fólk geti útskrifast úr BA-námi á Íslandi þrátt fyrir léleg vinnubrögð. Hún vísar svo á BA-ritgerð Marínar Möndu Magnúsdóttur, fyrrverandi fjölmiðlakonu. Ritgerðin fjallar um Metoo í samhengi við fjölmiðla og samfélagsmiðla. Talsvert er fjallað um mál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Ritgerðina má lesa hér en hún er lokaverkefni í BA-prófi í nútímafræði.

„Hvernig er það, er hægt að útskrifast úr öllum íslenskum háskólum með svona vinnubrögðum? Veit einhver?,“ spyr Hildur á Twitter. Ýmsir skrifa athugasemdir við færsluna og taka undir með Hildir. Sunna Kristín Símonardóttir, doktor í félagsfræði, skrifar til að mynda: „Úff. Líklega já en vona (trúi) að það sé sjaldgæft. Leiðbeinandi ber hér mikla ábyrgð og þeir eru misjafnir (munnleg heimild).“ Fjölmiðlakonan fyrrverandi, Margrét Erla Maack, gefur í skyn að það sé hægt að kenna leiðbeinanda Marín Möndu um þetta. „Leiðbeinandi: Sigrún Stefánsdóttir Hahaha HAHAHAHA,“ skrifar Margrét Erla. Aldís nokkur Coquillon‏ skrifar svo: „Vá hvað þetta er ævintýralega vont.“

Í niðurstöðukafla ritgerðarinnar virðist Marín Manda koma Jóni Baldvini til varnar. Þar segir hún:

Á Íslandi ríkir réttarríki. Hver svo sem niðurstaða þessara mála verður sem varða Jón Baldvin Hannibalsson, hvort maðurinn hafi gerst sekur um brotlegt athæfi eður ei, þá mun hann lúta niðurstöðu réttvísinnar eins og hver annar. Dómstóll götunnar er ekki hæfur að dæma hvort Jón Baldvin sé saklaus eða sekur um það sem hann er ásakaður um.

Í athugasemdum við færslu Hildar er bent á að Marín Manda hafi ekki talað við neina konu og er það talið furðulegt í ljósi þess að ritgerðin fjallar um Metoo. Marín skýrir það sjálf í lokaorðum:

Ókostur þessa verkefnis reyndist vera að erfitt var að ná tali af konum. Því eru viðmælendur mínir í munnlegum heimildum einungis karlmenn. Það hefði verið gott að sjá
hvort konur hefðu brugðist harðar við umræðunni um MeToo og málið um Jón Baldvin Hannibalsson sem hefur verið afar áberandi. Hins vegar notaði ég fjölmargar heimildir unnar upp úr viðtölum við konur. Kostirnir voru að fjölmiðlafólk virðist almennt vera meðvitað um hvað sé ábótavant í þessu nýja umhverfi og tala um það að hreinskilni.

BA-ritgerð Marínar Möndu má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Í gær

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“
Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla