fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Tæknivædd Elísabet II Bretadrottning er með hraðbanka í Buckingham Palace

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 20:00

Elísabet er með hraðbanka heima hjá sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II Bretadrottning er kannski ekki sú manneskja sem flestir tengja við nútímatækni enda er hún vel við aldur og ansi íhaldssöm á mörgum sviðum. En hún hefur samt sem áður látið koma hraðbanka fyrir í Buchingham Palace þar sem hún býr að jafnaði.

Þetta kemur fram í nýrri heimildamynd um leyndarmál konungshallanna, Secrets of the Royal Palaces, sem Channel 5 sýnir nú í september. Fram kemur að það sé Coutts bankinn sem reki hraðbankann en hann veitir ofurríku fólki þjónustu. Ólíklegt er þó talið að drottningin hafi notað hraðbankann enda er hún aldrei með reiðufé á sér.

Í fyrsta þættinum, þar sem er einmitt fjallað um hraðbankann, kemur einnig fram að sundlaug séu í Buckingham Palace og megi starfsfólk hallarinnar nota hana. Þar er einnig pósthús fyrir starfsfólkið og læknastofa þar sem er hægt að framkvæma bráðaaðgerðir ef þörf krefur.

775 herbergi eru í Buckingham Palace, þar af eru 52 svefnherbergi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi