fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Miðdegisblundur getur dregið úr líkunum á hjartaáfalli og blóðtappa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 22:00

Ætli hún sofi nóg?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að það geti dregið úr líkunum á að fá hjartaáfall og blóðtappa að fá sér miðdegisblund einu sinni eða tvisvar í viku. Ef blundirnir eru fleiri verða þessi jákvæðu áhrif að engu.

Rannsakendur fylgdust með 3.462 sjálfboðaliðum í Sviss í rúmlega fimm ár að meðaltali. Fólkið var látið skrá niður svefnvenjur sínar og voru þær síðan bornar saman við fjölda hjartasjúkdóma, hjartaáfalla og heilablóðfalla.

Samkvæmt niðurstöðunum þá getur miðdegisblundur öðru hvoru, einu sinni eða tvisvar í viku, tengst minni líkum á að fá hjartaáfall og heilablóðfall ef miðað er við að fá sér aldrei blund. En ef blundarnir voru fleiri hurfu þessi jákvæðu áhrif. Þá kom í ljós að það var enginn ávinningur fyrir fólk 65 ára og eldra að fá sér miðdegisblund. Það getur hugsanlega tengst því að fólk á þeim aldri glímir oft við ýmis heilsufarsvandamál.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Heart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Í gær

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Í gær

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum