fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Miðdegisblundur getur dregið úr líkunum á hjartaáfalli og blóðtappa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 22:00

Ætli hún glími við kæfisvefn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að það geti dregið úr líkunum á að fá hjartaáfall og blóðtappa að fá sér miðdegisblund einu sinni eða tvisvar í viku. Ef blundirnir eru fleiri verða þessi jákvæðu áhrif að engu.

Rannsakendur fylgdust með 3.462 sjálfboðaliðum í Sviss í rúmlega fimm ár að meðaltali. Fólkið var látið skrá niður svefnvenjur sínar og voru þær síðan bornar saman við fjölda hjartasjúkdóma, hjartaáfalla og heilablóðfalla.

Samkvæmt niðurstöðunum þá getur miðdegisblundur öðru hvoru, einu sinni eða tvisvar í viku, tengst minni líkum á að fá hjartaáfall og heilablóðfall ef miðað er við að fá sér aldrei blund. En ef blundarnir voru fleiri hurfu þessi jákvæðu áhrif. Þá kom í ljós að það var enginn ávinningur fyrir fólk 65 ára og eldra að fá sér miðdegisblund. Það getur hugsanlega tengst því að fólk á þeim aldri glímir oft við ýmis heilsufarsvandamál.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Heart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“