fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Snowden vill hæli í Frakklandi

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 16. september 2019 14:10

Edward Snowden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir sex ára útlegð í Rússlandi segist uppljóstrarinn Edward Snowden vera tilbúinn að breyta um umhverfi. Þetta kom fram í viðtali Reuters við Snowden en um helgina sagði Nicole Belloubet, dómsmálaráðherra Frakklands, það koma til greina að veita Snowden hæli í landinu.

Bandarísk stjórnvöld lýstu eftir Snowden árið 2013 vegna leka á upplýsingum sem sýndu fram á umfangsmiklar persónunjósnir Öryggisstofnunar Bandaríkjanna.

Snowden segir í viðtalinu að það sé ekki fjandsamleg hegðun að veita uppljóstrurum vernd. „Að bjóða einhvern eins og mig velkominn er ekki árás á Bandaríkin,“ sagði Snowden og bætti við að hann myndi „elska það“ ef Emmanuel Macron Frakklandsforseti veitti honum hæli.

Belloubet sagðist persónulega styðja það að veita Snowden vernd. Hún ítrekaði þó að það væri hennar persónulega skoðun sem ekki þyrfti að endurspegla vilja annarra innan frönsku ríkisstjórnarinnar.

Bandarísk yfirvöld vilja handsama Snowden og hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti látið hafa sér að Snowden sé njósnari sem eigi skilið að vera tekinn af lífi. Bernie Sanders, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur þó sagst vera tilbúinn að binda enda á útlegð Snowdens ef hann verður kjörinn forseti.

Snowden var í viðtali við breska blaðið Guardian á dögunum í tilefni útgáfu æviminninga sinna, Permanent Record. Í viðtalinu sagðist hann lifa tiltölulega eðlilegu lífi í Moskvu ásamt eiginkonu sinni, Lindsay Mills.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Pressan
Í gær

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu