fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Milljónborgin er hulin reyk – Ekki öruggt að anda loftinu að sér

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 07:10

Svona var ástandið í Singapore fyrir fjórum árum og er síst betra í dag. Mynd:Twitter/ Yannick Bolloré

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í þrjú ár hafa yfirvöld í Singapore lýst því yfir að loftið í borginni sé „óhollt“ og ekki öruggt að anda því að sér. Síðdegis á laugardaginn mældist mengunin í borginni svo mikil að yfirvöld ákváðu að senda út aðvörun til 5,8 milljóna íbúa borgarinnar um léleg loftgæði.

Margir ákváðu að halda sig innandyra þegar þeir sáu grátt mengunarskýið leggjast yfir stórborgina. Ástæða mengunarinnar eru miklir skógareldar sem brenna nú í Indónesíu en þar er verið að brenna skóg svo hægt sé að ryðja landið og nota til ræktunar, þar á meðal á pálmaolíu.

Á laugardaginn blésu sterkir vindar reyk frá skógareldum á Súmötru inn yfir Singapore og Malasíu. Loka þurfti mörg hundruð skólum í Malasíu vegna þessa og hálfri milljón öndunargríma var útdeilt til borgara landsins.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur varað við hættunni af reyknum, sérstaklega vegna örsmárra agna sem fylgja honum og eru nægilega litlar til að fara langt inn í lungun og geta einnig borist til annarra líffæra í gegnum æðakerfið.

Reykurinn getur einnig valdið hjarta- og æðasjúkdómum, öndunarörðugleikum og krabbameini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Pressan
Í gær

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu