fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Búlgarska lögreglan leysti upp glæpahóp sem seldi nýru

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. september 2019 17:00

Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í allt að tíu prósent þeirra nýrna- og lifraígræðslna sem eru gerðar í heiminum eru notuð líffæri sem eru fengin með ólöglegum hætti. Búlgarska lögreglan náði nýlega að veita afbrotamönnum, sem stunda kaup og sölu á líffærum, þungt högg þegar hún kom upp um skipulagða glæpastarfsemi sem snerist um kaup og sölu á nýrum.

Saksóknarar þar í landi skýrðu frá þessu á föstudaginn. Talið er að glæpahringurinn hafi greitt fátæku fólki fyrir nýru þess sem voru síðan seld áfram á miklu hærra verði og notuð við ígræðslur. Þrír karlar og ein kona hafa verið ákærð fyrir að fá fátækt fólk til að selja nýru sín að sögn Dimitar Petrov saksóknara. Líffæraflutningarnir fóru síðan fram á sjúkrahúsi í Tyrklandi. Til að blekkja þarlend yfirvöld var fölsuðum skjölum framvísað en þau sýndu að líffæragjafinn og líffæraþeginn væru skyldir.

Saksóknarar segja að minnst fimm mannst hafi fengið nýru með þessum hætti síðan í febrúar á þessu ári. Að auki voru tveir sjúklingar og þrír hugsanlegir nýrnagjafar sem biðu eftir að komast í líffæragjöf.

Líffæragjafarnir fengu á bilinu 5.000 til 7.000 evrur fyrir nýru sín en líffæraþegarnir greiddu 50.000 til 100.000 evrur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum