fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Kolbrún: „Illa komið fyrir flokki sem á tyllidögum hjalar hvað mest um umhverfisvernd“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. september 2019 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, baðst undan því í Silfrinu á sunnudaginn að hann og Sjálfstæðisflokkurinn væru sagðir á móti umhverfisvernd. Tilefnið var gagnrýni Jóns á framgang umhverfisráðherra vegna friðlýsinga hans, sem Jón telur fara gegn lögum. Jón sagðist við það tækifæri vera mikill náttúruverndarsinni, en vildi að farið væri eftir því samkomulagi sem fyrir lægi.

Kolbrún Bergþórsdóttir, stjörnublaðamaður Fréttablaðsins, lítur málið þó öðrum augum í leiðara dagsins. Hún segir öfluga vakningu síðustu ára í umhverfisvernd ekki koma í veg fyrir „skammsýni hinna virkjanagráðugu“ þó svo að stjórnmálamenn hafi ríka skyldu um að taka stöðu með náttúrunni. Hún tekur Sjálfstæðisflokkinn út fyrir sviga:

„Þar eru ákveðnir stjórnmálaflokkar sekari en aðrir. Sjálfstæðisflokkurinn verður seint talinn flokkur náttúruverndar – ólíkt öðrum samstarfsflokknum, Vinstri grænum. Þegar umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vann samkvæmt starfsskyldu sinni og gekk rösklega til verks í friðlýsingum hlaut að heyrast óp úr ranni Sjálfstæðisflokksins. Þingmaðurinn Jón Gunnarsson tók það að sér og sagðist efast um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu stutt stjórnarsamstarf þar sem umhverfisráðherra færi fram með þessum hætti. Jón tók fram að hann talaði fyrir hönd fleiri þingmanna flokks síns. Jón Gunnarsson er því ekki sá eini af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hefur horn í síðu umhverfisráðherra vegna umhyggju hans fyrir náttúru landsins.“

Þá segir Kolbrún einnig að líklega sé til of mikils mælst að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vakni til meðvitundar um mikilvægi náttúrunnar:

„Þeir eru ekki þekktir fyrir ástríðufullan málflutning þegar kemur að verndun náttúruperlna. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi kemur í hlut Vinstri grænna að taka sér stöðu með náttúrunni en um leið getur það kostað ágreining í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn eru vanir því, og finnst það reyndar sjálfsagt, að samstarfsflokkar gefi eftir í samstarfi við þá en Vinstri græn geta ekki látið það um sig spyrjast að þau víki af náttúruverndarvaktinni.“

Fórna málstað fyrir ráðherrasæti

Kolbrún sendir VG einnig pillu, enda flokkurinn verið harðlega gagnrýndur fyrir aðkomu sína að umhverfismálum í sitjandi ríkisstjórn:

„Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur þegar kostað Vinstri græn æði mikið. Áherslur sem fyrirferðarmiklar voru í stjórnarandstöðu sjást vart lengur. Þannig fer reyndar iðulega fyrir flokkum sem leggja lag sitt við Íhaldið, þeir fórna málstað fyrir ráðherrasæti. En ansi er það nú orðið öfugsnúið ef ekki er rými fyrir öfluga náttúruverndarstefnu í ríkisstjórnarsamstarfi sem Vinstri græn leiða. Ef ætlunin er að fórna þeirri stefnu til að halda frið á stjórnarheimilinu þá er illa komið fyrir flokki sem á tyllidögum hjalar hvað mest um umhverfisvernd.“

Kísilverið við Bakka á Húsavík og stefnuleysi þegar kemur að virkjanamálum, til dæmis er varðar Hvalárvirkjun fyrir vestan, hefur verið ei helsta gagnrýnin á VG undanfarin misseri. Fróðlegt er að rifja upp að VG sat í ríkisstjórn með Samfylkingunni þegar leyfi var veitt til olíuleitar á Drekasvæðinu, undir forystu Steingríms J. Sigfússonar, en mikil óánægja braust út meðal almennra félagsmanna flokkanna tveggja þegar þetta varð ljóst.

Kallar eftir skjaldborg

Kolbrún kallar eftir skjaldborg utan um umhverfisráðherra. Vitað er af lítið notaðri skjaldborg síðan úr ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar, sem nota átti til að verja heimilin í landinu, en hún reyndist hriplek og því ljóst að hún mun lítið duga:

„Náttúruverndarsinnar verða að slá skjaldborg um umhverfisráðherra. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefur hann stundum virst hikandi, eins og hann óttist viðbrögð Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann svo tekur af skarið þá er rík ástæða til að sýna honum stuðning.

Það er kominn tími til að rödd náttúrverndarsinna í Vinstri grænum heyrist í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Samstarfi sem fram að þessu hefur aðallega verið á forsendum Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hljóta að sjá að ástæða er til að breyta þeim áherslum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist