fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Atli Fannar fékk mun hærri laun en Berglind – Eðlilegt, segir dagskrárstjórinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. september 2019 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atlli Fannar Bjarkason og Berglind Pétursdóttir eru þekktir og vinsælir dagskrárgerðarmenn í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar, Vikan. Bæði eru með innslög sem þykja fyndin. Seint á síðasta ári greindi Vísir.is frá því að styrr stæði um launamál þeirra hjá RÚV. Nú kemur fram í nýrri frétt á Visir.is að Atli Fannar fékk fyrir árið 2017 greiddar 3,45 milljónir króna sem verktaki fyrir vinnu sína í þættinum en greiðslur til Berglindar voru 2,15 milljónir. Er því ljóst að Atli Fannar var á mun hærri launum.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segir við Vísi að launamunurinn sé ekki óeðlilegur og ekki sé um kynjamismunun að ræða. Vinnuframlag beggja hafi einfaldlega verið ólíkt. Innslög beggja í þættinum voru þó álíka löng en á meðan Berglind fór um víðan völl og tók fólk tali sat Atli Fannar í sjónvarpssetti og fór yfir fréttir vikunnar með sínum hætti.

Einnig kemur fram í frétt Vísis að laun Berglindar voru hækkuð haustið 2018 vegna aukins vinnuframlags hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd