fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Danmörk – Vilja láta kristnar fjölskyldur taka við börnum vígamanna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 07:00

Mörg erlend ríki stunda njósnir í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Sýrlandi hefur haft alvarlegar afleiðingar á mörgum sviðum og enn eru ekki öll kurl komin til grafar í afleiðingum þess. Eitt af þeim vandamálum sem mörg ríki standa nú frammi fyrir er hvað eigi að gera við börn ríkisborgara þeirra sem börðust fyrir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Nokkur Evrópuríki hafa sótt nokkur börn í flóttamannabúðir í Írak og Sýrlandi og flutt heim en mörg dvelja þar enn og ekki er vitað hvað á að gera í málum þeirra. Flestar ríkisstjórnir halda að sér höndum og reyna að gera sem minnst í málinu. Það á einmitt við um dönsk stjórnvöld sem eru í ákveðinni klemmu vegna barna danskra ríkisborgara, sem börðust með Íslamska ríkinu, sem dvelja í flóttamannabúðum í Írak og Sýrlandi. 13 ára drengur var þó í júní fluttur úr flóttamannabúðum í Sýrlandi til Danmerkur en hann var illa særður.

Danski þjóðarflokkurinn vill ekki að svo gömul börn séu sótt og flutt til Danmerkur en telur að vel sé hægt að sækja ung börn og flytja heim þar sem þau verði „enduruppalin“. Søren Espersen, talsmaður flokksins í utanríkismálum, segir að 13 ára drengur verði varla kallaður barn, hann hafi upplifað stríð  og væntanlega tekið þátt sem liðsmaður Íslamska ríkisins.

„Þau hafa sjálf komið sér í þessar aðstæður og við setjum öryggi Danmerkur ofar persónulegum vandamálum þeirra.“

Sagði hann um þá dönsku ríkisborgara sem eru í flóttamannabúðum í Írak og Sýrlandi. Þjóðarflokkurinn telur þó að vel sé hægt að sækja ung börn í flóttamannabúðirnar.

„Já, þá verður að taka barnið af foreldrunum, sem fá aldrei að stíga fæti í Danmörku. Síðan á að koma barninu fyrir í fóstri hjá góðum og ástríkum, helst kristnum fjölskyldum sem geta komið þeim í takt við veruleikann á nýjan leik.“

Sagði Espersen einnig í samtali við Jótlandspóstinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á