fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Klemmdist milli bíla á Hellisheiði og hlaut opið beinbrot

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðar- og hegningarlagabrot þann 1. febrúar 2018.

Maðurinn var ökumaður bifreiðar sem ekið var austur Suðurlandsveg á móts við Hellisheiðarvirkjun. Í ákæru kemur fram að bifreiðinni hafi verið ekið of hratt miðað við aðstæður, en útsýni var takmarkað vegna veðurs en auk þess var snjór og hálka á veginum.

Svo fór að maðurinn missti stjórn á bifreiðinni og ók aftan á aðra bifreið sem sat föst í snjóskafli við vegöxlina. Síðar nefnda bifreiðin hentist áfram við áreksturinn og á aðra bifreið sem var kyrrstæð fyrir framan. Ekki vildi betur til en svo að vegfarandi klemmdist milli bílanna og hlaut hann margþætt opið beinbrot á hægri sköflungi.

Maðurinn sem var ákærður vegna málsins mætti ekki við þingfestingu málsins og var málið því tekið til dóms að honum fjarstöddum. Var maðurinn dæmdur í 30 daga fangelsi, en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað, rúmar 40 þúsund krónur. Loks var hann sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“