fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Segja hagnað bankanna skaða heilsu fólks – „Getur þetta talist eðlilegt?!“ – „Og hvað með börnin?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. september 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifa grein á Vísi í dag hvar kafað er ofan í hagnað viðskiptabankanna þriggja frá hruni, sem er sagður um 650 milljarðar króna.

„Stór hluti þessa hagnaðar bankanna er vegna ólöglegra lána og/eða ólöglegra aðgerða gagnvart lántakendum á árunum eftir hrun. Það er staðreynd að hagnaður bankanna byggir á hruni heimila landsins!“

segir í greininni.

Hvað með börnin?

Í greininni er sagt að hagnaður bankanna hafi skaðleg áhrif á heilsu fólks þar sem að álagið sem fylgdi heimilismissi fólks í hruninu hafi komið í ljós í með auknum kvíða og öðrum álagssjúkdómum og að hagnaður bankanna hafi skaðleg áhrif á þjóðfélagið:

„Við horfum á kvíða og kulnun aukast í þjóðfélaginu í mæli sem ekki hefur sést áður. Álagið sem fylgir slæmri skuldastöðu og því að sjá aldrei fram á bjartari tíma, er verulega slítandi og skapar gríðarlegt álag á bæði einstaklinga og heimili.Á 15.000 heimilum búa a.m.k. 45.000 einstaklingar; konur, menn og börn. Halda ráðamenn þessa lands að álag sem fylgir heimilismissi komi ekki einhversstaðar niður? Af hverju ætli aukning margs konar álagssjúkdóma hafi verið fordæmalaus á síðustu árum? Og hvað með börnin?“

1.8 milljónir á mann að meðaltali

Í greinninni er einnig fullyrt að hagnaðurinn komi ekki til vegna ábátasamra fjárfestinga eða klókinda í fjármálum:

„Þetta fé kemur frá heimilum landsins. Það kemur frá almenningi, fólkinu sem berst við að koma sér þaki yfir höfuðið og lifa af í landi sem tekur banka og „velferð“ þeirra fram yfir velferð fólksins í landinu.“

Þá setja þau Ragnar og Ásthildur tölurnar í samhengi við fólksfjölda:

– Íslendingar eru nær 360.000
– Heimili á Íslandi eru um 140.000
– Heimili sem bankarnir hafa „hirt“ af fjölskyldum landsins frá hruni eru a.m.k. 15.000
– Hagnaður bankanna er 650.000.000.000

Sé gengið út frá þessum forsendum þýðir þetta:
 1,8 milljónir á mann, ef allir íslendingar, að börnum meðtöldum, hafa lagt jafn mikið til þessa hagnaðar bankanna á undanförnum 10 árum
– 4,6 milljónir á hvert heimili, ef öll heimili hafa lagt jafn mikið til þessa hagnaðar bankanna á undanförnum 10 árum
– 43 milljónir í hagnað frá hverju þessara 15.000 heimila sem bankarnir hafa „hirt“ frá hruni, að meðaltali.

Meðaltal segi ekki alla söguna

Þau Ragnar og Ásthildur kalla eftir rannsóknarskýrslu heimilanna, svo greina megi tölurnar betur, þar sem ekki sé allt 100% nákvæmt:

„En málið er að þetta eru ekki 1,8 milljónir á mann, því þá myndi kannski heyrast hærra í fleirum. Þessu var ekki „skipt jafnt“ á milli okkar allra og við höfum ekki öll fundið jafn mikið fyrir þessu og kannski er það þess vegna sem svo mörgum finnst þetta bara fínt og sjá ekkert athugavert við þennan ofsagróða. Stór hluti þjóðarinnar hefur nefnilega sem betur fer sloppið betur og þar af leiðandi lagt hlutfallslega lítið til í þessa hít.
Megnið af þessum ofsagróða kemur frá um 20% þjóðarinnar, um 70 þúsund manns. Það gera um 9 milljónir á hvert og eitt þeirra. Sá hluti þjóðarinnar er ekki eins sáttur og finnst „byrðunum“ vægast sagt misskipt.“

Bankarnir hafa hagnast um 650 milljarða frá hruni!
—————————————-
Hafi allir lagt jafn mikil til eru þetta:
– 1,8 milljónir á mann
– 4,6 milljónir á hvert heimili 
– 43 milljónir í hagnað frá hverju þeirra 15.000 heimila sem bankarnir hafa „hirt“ frá hruni
—————————————-
Getur þetta talist eðlilegt?!

spyr Ásthildur á Facebook

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“