fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
FókusKynning

Bryggjan kaffihús: Fortíð Grindavíkur fönguð í beitningaskúr

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. júní 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryggjan kaffihús í Grindavík er ekkert venjulegt kaffihús heldur staður sem fangar sögu beitninga, sjósóknar og tónlistar í Grindavík á einstakan hátt. Beitningar og söngur fléttast merkilega saman í sögu Grindavíkur, eins og Aðalgeir Jóhannsson, einn eigenda Bryggjunnar, rekur stuttlega fyrir blaðamanni DV:

„Við erum netagerðarmenn og kaffihúsið er í gömlu vírakompunni. Við búum til loðnunætur, síldarnætur og troll fyrir flotann. Gamla vírakompan er á jarðhæð og við erum að fanga stemninguna úr gömlum beitningaskúr – fyrir langa löngu var hér frægur beitningaskúr í Grindavík og þangað komu fjórir bræður – Einar, Helgi, Kristinn og Ólafur – um vetrarnætur, í kulda, trekki og frosti. Þeir æfðu sig að syngja raddaðan söng yfir bjóðunum þar sem þeir voru að beita, undir leiðsögn frá Sigvalda Kaldalóns. Þannig var að Kaldalóns bjó í Grindavík á árunum 1929 til 1945 og hafði mikil áhrif á söngmennt hér. Svo þegar fjórmenningarnir komu úr skúrnum um vorið þá sungu þeir eins og MA-kvartettinn. Af þessum mönnum eru síðan komnir miklir afreksmenn, sjómenn og aflakóngar, og ekki síður tónlistarmenn á borð við Björn R. Einarsson og Guðmund Einarsson, en sá fyrrnefndi stýrði vinsælustu hljómsveit landsins í kringum 1950.“

Aðalgeir minnir á að beitningaskúrar voru á sínum tíma miklar menningarstofnanir, ekki bara í Grindavík heldur um allt land. Það er því fengur að kaffihúsi sem varðveitir útlit og anda slíkra húsakynna.

Bryggjan kaffihús var opnað árið 2009 og hefur ávallt kappkostað að fanga þessa samtvinnuðu sögu tónlistar og sjávarútvegs á staðnum. Þess sér meðal annars stað í einstökum innréttingum því staðurinn lítur út eins og gamall beitningaskúr – en ekki síst í tónlistaruppákomum en fjölmargir tónlistarmenn hafa troðið upp reglulega á Bryggjunni og hin vinsæla hljómsveit ADHD er húsband á staðnum.

„Við erum að reyna að fanga þessa gömlu stemningu hérna í beitingaskúrnum okkar! Við segjum margar Grindavíkursögur hérna og myndirnar hérna inni tala sínu máli, við erum að reyna að segja söguna af lífinu hérna við sjóinn. Síðan er píanó hérna á staðnum sem margir grípa í. Svo koma oft fram hér frægir tónlistarmenn, Bjartmar var hér nýlega og hann Svavar Knútur spilar oft hérna. Og margir fleiri, til dæmis saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson,“ segir Aðalgeir.

Humarsúpan nýtur mikillar hylli

Einfaldur en girnilegur matseðill Bryggjunnar einkennist af súpum, brauðréttum og kökum. Allt heimabakað og humarsúpan á Bryggjunni nýtur mikillar hylli – er ein og sér þessi virði að heimsækja staðinn. Eru súpan og staðurinn sjálfur margrómuð á ferðavefnum TripAdvisor þar sem erlendir ferðamann lýsa yfir mikilli hrifningu.
Eins og nærri má geta draga hátíðir eins og Sjóarinn síkáti fjölmarga gesti á Bryggjuna en það er ekki síður áhugavert að sækja staðinn þegar örlítið rólegra er í bænum því það er alltaf líf á Bryggjunni, tónlist og önnur menning í hávegum höfð, veitingarnar stórfínar og fortíðarstemningin sem húsakynnin fanga er einstök.

Bryggjan er til húsa að Miðgarði 2 í Grindavík. Símanúmer er 426-7100 en nánar má fræðast um staðinn á Facebook-síðunni Alli á Eyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea