fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Fannst meðvitundarlaus í Bláa lóninu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend kona fannst meðvitundarlaus í Bláa lóninu í morgun en hún var þar gestur ásamt eiginmanni sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum fór konan í öndunarstopp á leiðinni í sjúkrabíl sem flutti hana til Reykjavíkur. Tilkynnt var um málið klukkan 09:34 í morgun. Var starfsfólki og gestum brugðið.

Magnea Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Bláa lónsins, segir í samtali við DV að starfsmenn hafi strax brugðist við og komið konunni til aðstoðar. Hlúðu þeir að konunni og þurfti að beita hjartahnoði. Þrautþjálfaðir starfsmenn staðarins fengu einnig aðstoð frá erlendum lækni og hjúkrunarfræðingi sem voru gestir í lóninu á sama tíma. Magnea segir:

„Starfsfólk okkar er vel þjálfað gerði allt rétt við þessar erfiðu aðstæður. Haft var samband við 112 og kom sjúkrabíll á vettvang tíu mínútum síðar. Konan komst til meðvitundar stuttu eftir að hún kom upp úr lóninu en við vitum ekki um líðan hennar á þessari stundu.“

Hjá lögreglunni á Suðurnesjum fengust þær upplýsingar að konan hafi verið flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans og fór eiginmaður hennar með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“