fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Líney búin að fá nóg: Ömurlegasta sumar svo áratugum skiptir – „Hreinasta hörmung“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að Ísland sé ekki ýkja stórt getur verið mikill munur á veðurfari milli landshluta. Þetta þekkja flestir Íslendingar; þannig hefur veðrið á suðvesturhluta landsins verið eitt það besta lengi vel en íbúar í öðrum landshlutum hafa ekki verið jafn heppnir.

Þetta á til dæmis við um Langanes og önnur svæði á norðausturhluta landsins. Líney Sigurðardóttir, íbúi á Þórshöfn, segir til dæmis við Morgunblaðið í dag að sumarið hafi verið hrein hörmung.

„Hér hefur allt verið grátt í sumar, blautt og kalt. Hreinasta hörmung. Við í vinkvennahópnum lýsum þessu sem ömurlegasta sumri í lífi okkar,“ segir hún. Þannig hafa verið þokur dögum og vikum saman í bland við úrkomu. Þá hafa hitatölur verið lágar miðað við árstíma.

Veðrið í sumar hefur haft sín áhrif á fólk á svæðinu. Bændur hafa til dæmis átt erfitt með heyskap í vætutíðinni sem verið hefur og hefur hey hafi nú legið á túnum í 2 til 3 vikur. „Það lítur ekki vel út með það. Það útvatnast á túnunum og skemmist, því miður,“ hefur Morgunblaðið eftir Kristínu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bónda á Syðri-Brekkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd