fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

7 merki um að einhver sé að ljúga

Fókus
Sunnudaginn 18. ágúst 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðarleiki í samskiptum gerir lífið oftast léttara. Það er lýjandi að þurfa að geta stöðugt í eyður og rembast við að lesa hugsanir annarra. Samt erum við nú ansi dugleg við þá iðju. Flestir ljúga – en þó mismikið – og ástæðurnar eru fjölbreyttar og ólíkar. Stundum ljúgum við til að hlífa tilfinningum annarra, en stundum til að bjarga eigin skinni. Við erum samt gjörn á að ofmeta eigin næmni og skilning á því hvað aðrir eru að hugsa… það er best að spyrja bara! Þeir sem ljúga mikið eru jafnvel ekki meðvitaðir um það – þeir gætu verið að reyna að sannfæra sjálfa sig um ákveðna útgáfu af sannleikanum. Kannski er mikilvægast að læra að þekkja merkin um það að einhver sé að ljúga. Hér er listi yfir algeng merki sem lygarar sýna:

Hann er stressaður

Enda er alltaf hætta á að einhver sjái í gegn um lygina. Óttinn um það skapar stöðugt streituástand. Það er lýjandi að þurfa stöðugt að horfa yfir öxlina á sér. Þeir sem ljúga mikið eru gjarnar hræddir um það hvernig álit annað fólk hefur á þeim – þeir ljúga þá gjarnan til að reyna að hækka í áliti hjá öðrum.

Sögurnar eiga til að stemma ekki alveg

Ef maður lýgur mikið er auðvelt að missa þráðinn. Lygarar eru líklegastir til að halda fókus á aðalatriðunum – svo götin koma í ljós þegar smáatriðin eru skoðuð.

Sögurnar breytast gjarnan

Lygar þjóna oftast einhverjum tilgangi fyrir lygarann. Ef þarfir lygarans breytast þarf hann að breyta lyginni – aðlaga hana breyttum aðstæðum. Spurðu spurningar og taktu eftir smáatriðum og flæði sögunnar – ef þú ætlar að fletta ofan af lygaranum.

Hann talar og talar…

Stöðugt blaður er viðbragð hins stressaða. Með blaðrinu vonast lygarinn til að þú getir ekki staldrað við og spáð í orð hans. Þögn getur virkað ógnandi – þess vegna fylla þeir hana með orðum.

Hann er snöggur að breyta um umræðuefni

Þegar lygarinn hefur spunnið sögu sem er brothætt, er hann líklegur til að skipta snögglega um umræðuefni. Þannig færir hann athygli þína annað, í þeirri von að þú pælir síður í lygasögunni og áttir þig á lygunum. Lygarinn reynir stýra umræðunni þannig að hann hafi yfirhöndina – honum finnst vissara að hann viti meira en þú um umræðuefnið.

Hann fer auðveldlega í vörn

Lygarinn getur fundið fyrir sektarkennd – eða í það minnsta verið meðvitaður um hversu mikið hann lýgur. Þess vegna er hann alltaf tilbúinn að verja sig, ef aðra fer að gruna hann um græsku.

Hann forðast augnsamband

Það er erfiðara að ljúga á meðan maður horfir í augun á þeim sem logið er að. Flöktandi augnaráð er oft merki um óheiðarleika. Þú ættir líka að taka eftir líkamstjáningu þess sem þú grunar um lygar. Ef hann verður órólegur, eða byrjar að fikta í hlutum þegar ákveðið umræðuefni kemur upp, gætihann verið að ljúga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu