fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Akureyrar gerir alvarlegar athugasemdir við skipan starfshóps sem vann drög að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi.

Málið var rætt á fundi bæjarráðs í morgun.

Athugasemdirnar snúa einkum að því að svo virðist sem enginn utan höfuðborgarsvæðisins sitji í starfshópnum. „Auk þess sitja engir fulltrúar sveitarfélaga í starfshópnum en bæjarráð telur eðlilegt að Samband íslenskra sveitarfélaga ætti fulltrúa í starfshópnum enda um mikið hagsmunamál fjölmargra sveitarfélaga að ræða,“ segir í bókun bæjarráðs.

Þá mótmælir bæjarráð þeim skamma fresti, yfir sumarmánuðina, sem gefinn er til að koma með athugasemdir í samráðsgátt vegna Grænbókar, en drögin eru nú til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda.

Í drögunum má finna greiningu á stöðunni í flugrekstri og flugtengdri starfsemi hér á landi. Annars vegar er um að ræða greiningu á stöðunni í málaflokknum í dag en einnig tillögur að áherslum til framtíðar.

Í athugasemd Akureyrarbæjar á vef samráðsgáttar kemur fram að bæjarráð telji að samfélags- og byggðasjónarmið séu ekki höfð að leiðarljósi við vinnuna. Þá er lýst vonbrigðum með að þvert á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þá virðist ekki vilji til að opna fleiri gáttir inn í landið. Lítil ástæða sé til að flokka aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll sem millilandaflugvöll.

„Akureyrarbær hefur fengið frest til þess að senda inn umsögn um málið og mun gera það á næstu dögum,“ segir í athugasemdinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki