Vefritið Nútíminn birti aðsendan pistil í síðustu viku sem hvarf nánast jafnharðan. Í pistlinum var fréttaflutningur mbl.is af lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni, þar sem hann var kallaður riddari götunnar, gagnrýndur. Var það vegna fortíðar Sveins Andra, óviðeigandi skilaboða sem hann sendi á ungar stúlkur og þeirrar staðreyndar að hann barnaði sextán ára gamla stúlku fyrir nokkrum árum. Mál sem hefur verið fjallað mikið um og urðu kveikjan að Beauty Tips-byltingunni #þöggun. Að sögn ritstjóra Nútímans, Ingólfs Stefánssonar, var pistillinn tekinn úr birtingu því það átti eftir að fínpússa hann. Hins vegar sagði hann enn fremur að óljóst væri hvort pistillinn yrði birtur yfirhöfuð. Þetta er því allt hið dularfyllsta mál, sem Sveinn Andri segist ekki koma nálægt.