fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Kynning

Samsmíða rekur smiðshöggið hratt og örugglega

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Jónsson og Viggó Guðmundsson stofnuðu Samsmíða, Húsa- og húsgagnasmiðir, í ágúst 2017 en þeir útskrifuðust báðir sem húsasmiðir úr Iðnskólanum í Hafnarfirði árið 2010. „Við erum annars sjö sem störfum hjá Samsmíði núna og þekkjumst allir frá fyrri verkum. Þetta eru allt miklir gæðadrengir sem kunna vel til verka,“ segir Adam.

 

Tilvalið veður fyrir útiverkin

Það hefur verið sérlega gott sumar fyrir húsasmiði á höfuðborgarsvæðinu og víðar á Íslandi enda hefur verið sólríkt, þurrt og lygnt. „Fólk er farið að huga núna að haustinu og við höfum mikið verið í að laga þök, rennur og glugga. Undanfarin tvö sumur hefur ekki verið nægilega gott veður fyrir þessa vinnu en núna eru margir að drífa í þessu enda er veðrið alveg tilvalið.“

 

Vöntun á smiðum á landsbyggðinni

„Það er augljóst að það er vöntun á góðum smiðum enda er feykinóg að gera hjá okkur, og það vantar greinilega smiði út á landsbyggðina líka. Við höfum til dæmis mikið verið að dytta að sumarbústöðum víða um suðurland. Þá höfum við verið mikið í Kjósinni, á Hellu og víða um Reykjanesið eins og Vatnsleysuströnd.

Það er gaman að fá að vera úti í sólinni og æðislegt að komast út úr bænum.“

 

Yfir 12 ára fjölbreytt reynsla

„Við tökum að okkur afar ólík verkefni enda allir með mikla og fjölbreytta reynslu. Við sjáum um alhliða smíðar, húsgagnasmíði og innréttingar, leggjum gólfefni, smíðum gifsveggi, stiga, glugga, loft og sjáum um viðhald og nýsmíði úti sem inni. Það er um að gera að senda okkur fyrirspurn á vefsíðunni okkar samsmida.is ef fólk hefur hug á framkvæmdum. Við komum og skoðum verkið og það kostar ekkert að fá tilboð.“

Samsmíða er staðsett að Vesturbraut 16, Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar má nálgast á samsmida.is

samsmida@samsmida.is

Sími: 770-6033

Fylgstu með á Facebook: Samsmíða

Instagram: Samsmíða

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7